Kjúklingasúpa úr afgöngum.
Afgangar af kjúkling eða kalkún
2-3 Lauka
1 Poka gulrætur
2 Paprikur
Hrísgrjón
Kjúklingateninga eða kraft
Smjör
Hveiti
2-3 Lauka
1 Poka gulrætur
2 Paprikur
Hrísgrjón
Kjúklingateninga eða kraft
Smjör
Hveiti
Þetta er ein
uppáhaldsleiðin mín til að nýta afganga af kjúkling og hrísgrjónum.
Þessi verður á matseðlinum morgun gerð úr restinni af kalkúninum sem var eldaður á gamlársdag.Þetta eru meira leiðbeiningar en eiginleg uppskrift. Magn af hráefnum
fer t.d. eftir hversu miklir afgangar eru til á heimilinu.
Hreinsið allt kjöt sem eftir er af beinunum. Kjötið er þá sett í lokað ílát og inní ísskáp. Beinin eru sett í pott ásamt lauk og nokkrum gulrótum. Þá eru settir kjúklingateningar eftir smekk og kryddað með pipar.
Þessu er svo leyft að sjóða á hægsuðu. Ég á hægsuðupott og leyfi þessu að malla í 12-16 tíma á low. Hinsvegar geri ég ráð fyrir að það dugi að láta sjóða í 1-2 tíma þó að soðið verði kannski ekki eins kröftugt. Þá má bara bæta í fleiri teningum og pipar ef þörf krefur.
Soðið er síað og sett aftur í pottinn. Ef ekki eru afgangar af soðnum hrísgrjónum til frá deginum áður er gott að byrja á að bæta þeim útí. Gulrætur eru sneiddar og settar útí súpuna. Þá eru 1-2 paprikur og 1-2 laukar sneiddir og bætt útí. Þessu er svo leyft að sjóða saman í u.þ.b. 20 mínútur.
Þá er búin til smjörbolla, ég nota hlutföllin 100 gr smjör á móti 60 gr hveiti. Smjörbollunni er þá hrært saman við og suðan látin koma upp. Mér finnst þessi súpa ekki þurfa að vera mjög þykk. Ég gleymdi meira að segja einu sinni að þykkja hana. Súpan var borðuð með bestu lyst þrátt fyrir það.
Síðast er kjúklingnum bætt úti og súpan smökkuð til og ef til vill bætt útí kraft eða pipar ef vill. Mér finnst gott að pipra svolítið vel.
Svo er alveg rosalega gott að hafa þetta brauð með. Uppskriftin er fengin hjá gulur rauður grænn og salt.
Ég læt oft ferskt rósmarín, timian og hvítlaukskrydd útí deigið, það er mjög gott.
Besta brauðið
3 bollar hveiti (1 bolli 240 ml)
1/4 tsk þurrger
1 tsk salt
1 1/2 bolli volgt vatn
pottur eða form með loki sem þolir hita
Hér, eins og í hinum uppskriftunum, er gaman að prufa sig áfram. Í brauðið er einnig hægt að láta í deigið hvítlauk, rósmarín, sítrónubörk, ólífur,rúsínur, oregano, ost og allt það sem hugurinn girnist. Ég hef líka prufað að láta 1 bolla spelt á móti 2 bollum af hveiti og það tókst frábærlega.
Aðferð:
- Blandið saman þurrefnum (ef þið ætlið að vera með krydd eða fyllingu að þá koma þau hér) og síðan vatni í stóra skál. Hrærið með trésleif þar til deigið hefur blandast vel saman. Breiðið yfir með plastfilmu og látið liggja í 12-20 tíma við stofuhita.
- Brauðið er nú blautt og freiðandi. Með blautri sleif skafið deigið úr skálinni á hveitistráð borð. Hnoðið. Mótið brauðið leggið á smjörpappír og látið liggja með plastfilmu yfir sér í um 30 mín.
- Á meðan deigið er að hefast látið pottinn og lokið í ofninn í 200°c ofn í um 30 mínútur.
- Takið pottinn úr ofninum, leggið brauðið með smjörpappírnum í pottinn. Lokið pottinum og látið inní ofninn. Bakið í um 30 mínútur. Takið lokið af og bakið í um 15-20 mínútur eða þar til skorpan er ljósbrún að lit.
- Takið úr ofninum og látið kólna á grind.
http://gulurraudurgraennogsalt.com/2012/09/29/braudid/
Engin ummæli:
Skrifa ummæli